Þeir eru fáir sem hafa prufað þessa fellingu og farið aftur í þá gömlu.

M/S Loran í Noregi.

Videoið sýnir myndir af fiskiríi þeirra í febrúar-mars 2005, við Lofoten 67N-11E. Þessi ferð var ein sú besta í sögu M/S Loran. Þeir veiddu 38 tonn af slægðum þorski á einum degi. Á tveimur vikum fiskuðu þeir 300 tonn af hausuðum og slægðum þorski . Netin sem þeir notuðu voru frá Neptúnus.

M/S Loran, Noregi.

Þetta er einn af fimm stærstu netabátum í norska flotanum. “Við vorum sérlega ánægðir að geta fellt netin okkar sjálfir. Það var svo auðvelt og svo miklu ódýrara. Tveir menn gátu fellt 100 net á dag með hléum og netin frá Neptúnusi entust líka lengur. Ég held að það sé vegna þess að fellilínan er frá netateinunum. Það er líka betra að draga netin inn vegna þess að gripið í spilinu eykst. Spilið er bara að draga teinana, ekki netin. Það er líka eitt annað í þessu. Stór bátur hér í Noregi fékk lánuð 50 net frá okkur um daginn. Skipstjórinn sagði að netin frá Neptúnus veiddu betur en hin netin sem hann var með”. Stale Dyb. Skiptjóri.

Glófaxi VE-300. Íslandi.

“Það besta við nýju fellinguna frá Neptúnus er að við getum fellt báða teinana samtímis, sem sparar tíma. Fellingin er líka svo jöfn og góð þannig. Við notum EC-1500 fellivélina sem er alveg frábær. Maður ýtir bara á takka og þetta fellir sig sjálft. Áður saumuðum við. Það var svo miklu tímafrekara og líka svo erfitt að skera netin af teinunum. Eftir að við byrjuðum að nota netin frá Neptúnus þá er svo miklu auðveldara að skera af, meðal annars vegna þess að það eru miklu færri hnútar að skera. Þetta er bylting myndi ég segja”. Bergvin Oddson. Eigandi.

Hafnarnes-Ver. Íslandi.

“Þessi nýja felling hefur reynst okkur vel. Fellingin á teinana verður jafnari og betri. Netin endast lengur, sennilega vegna fellingarinnar, allavega þá endast þau lengur. Þau hafa mikil gæði þessi net. Og vegna þess að fellingin er jöfn og góð þá dragast þau betur, dragast jafnar og átakið á garnið verður jafnara. Netin fara betur með fiskinn og veiða betur. Þetta eru einfaldlega bara bestu netin. Það er bara útkoman. Bestu netin sem við erum að nota í dag”. Hannes Sigurðsson. Eigandi.

Sæþór EA-101. Íslandi.

“Í fyrsta lagi þá sparar þessi nýja felling tíma. Við erum miklu fljótari að fella netin okkar. Það er líka eftirtektarvert hversu jöfn fellingin er. Við vorum alltaf í vandræðum með það áður fyrr. Það er líka miklu auðveldara að skera af og netin endast líka miklu lengur en önnur net sem við höfum verið með. Ég hef líka heyrt aðra sjómenn sem hafa prófað netin frá Neptúnus, segja að þau séu það besta sem þeir hafa komist í færi við. Það mikilvægasta fyrir okkur er að við getum fellt þessi net sjálfir miklu hraðar en áður. Okkur líkar það mjög vel”. Arnþór Hermannsson. Skipstjóri.