Öll netin frá Neptúnusi eru forfelld á pípur og eru ýmsir möguleikar í boði þegar kemur að því að panta, sjá pöntunarmöguleika fyrir miðju. Vinsamlegast hikið ekki við að senda fyrirspurn. Netin eru framleidd í Kína og Tælandi ISO 9000-1-2

Hér má sjá hvernig fellilínan og hnútarnir halda netinu á réttum stað.

Þegar átak verður á netinu neðansjávar, þá þjappast lausu möskvarnir saman og taka álagið sameiginlega, í stað eins möskva ef notuð er hefðbundin pípufelling.

  1. Garn tegundir, eingirni eða fjölgirni, sverleiki þráða,
  2. Stærð möskva SQ (hnút í hnút) eða ST (fullur möskvi).
  3. Dýpt nets í möskvum.
  4. Lengd nets í metrum eða fjölda möskva.
  5. Með eða án brjósta og lykkja á endunum, bæði efri og neðri teina.
Fyrir forfelld net þarf eftirfarandi upplýsingar:
  1. Lengd lykkja við efri og neðri teina nets.
  2. Lengd reipis sem fellt er á. Fyrir efri og neðri part nets (getur verið misjafnt).
  3. Lengd á milli hnúta (lykkja) og hversu margir lausir möskvar eiga að vera lausir á milli hnúta (lykkja), fyrir efri og neðri teina nets.
  4. Hámarks sverleiki teina sem fellt er á, með og án splæs. Fyrir efri og neðri part.

Fyrir þreföld net: Sama og 1-9 fyrir öll þrjú. Einnig er hægt að fá netin stöguð, með línu í gegnum hvern möskva, frá efri fellilínu til neðri fellilínu (sjá teikningu). Hægt er að fá fjölda staga, og ráða lengd þeirra. Lengd lykkjanna getur hjálpað til við að losna við krabba og annan botnfisk.