Neptúnus er með yfir þrjátíu ára reynslu á sviði netaveiða. Við seljum net bæði frá Kína og Tælandi.

Við höfum alltaf verið að reyna að skapa nýjungar fyrir markaðinn. Bæði fyrir fiskvinnslu og netaveiðar. Flotteinnin eins og við þekkjum hann í dag var fyrst framleiddur af okkur árið 1978, og í fjöldaframleiðslu árið 1980.

Nýja fellingin okkar var í þróun í fimm ár. Hún hefur hlotið frábærar viðtökur frá viðskiptavinum okkar. Aðferðin hefur haslað sér völl í Skandinavíu og víðar í Evrópu síðustu árin, og kúnnahópurinn stækkar ört.

Við erum með einkaleyfi á hugmyndinni.