Neptúnus býður fjórar leiðir í fellingu neta. Tvenns konar búnað má nota til þess að fella með höndum og má sjá þær á myndskeiðunum hér að neðan. Með öðrum þeirra er notað snúningshjól en hinum er fellilínan dregin fram með höndum. Búnaðurinn festir hnútana lauslega svo þeir flytja sig ekki í flutningi. Ekki er ástæða til þess að svínherða hnútana sérstaklega, því fellilínan heldur þeim á réttum stað. Mikilvægast er að tryggja að fellilínan sé lengri en teinninn sem fellt er á. Fellingin er því framkvæmd með því að draga í fellilínuna en ekki teininn.

Þú getur fellt 3 net á klukkustund með þessari aðferð, 54 metra uppi og niðri (samtals 108 metrar).

Tekur um það bil 8 mínútur að fella 54 metra, uppi og niðri (108 metrar), auk 7 mínútna í undirbúning. Samtals því hægt að fella 4 net á klukkustund.

Tekur um það bil 6 mínútur að fella 54 metra, uppi og niðri (108 metrar). Samtals því hægt að fella 6 net á klukkustund.

Tveir menn geta fellt og fullbúið 8 net á klukkustund, 54 metra uppi og niðri (108 metrar). Samtals 4 mínútur í fellingu og 3 mínútur í undirbúning.